Íþróttamaður ársins 2014

Íþróttamaður ársins 2014

Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði deildar og Íslandsmeistara kvennaliðs okkar í vor og var einnig valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar 2013-2014, með 15.4 stig, 7.7 fráköst og 7.5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hún var svo valinn í landslið islands sem keppti í C-keppni evrópukeppni þar sem hún var með 7.4 stig að meðaltali og 3.8 stoðsendingar í leik.

Hildur er í dag með 336 leiki og 4444 stig í efstu deild. Það eru bara deildarleikir en ekki leikir í úrslitakeppni eða bikarkeppnum.

KKD. Snæfells óskar Hildi innilega til hamingju! Frábær fyrirmynd fyrir unga sem aldna!