http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/02/IMG_0925.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/02/IMG_0925.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/02/IMG_0925.jpg6. flokkur í Kennaraháskólanum

6. flokkur í Kennaraháskólanum

Lagt var af stað frá Stykkishólmi um 9 á laugardagsmorgni í fljúgandi hálku, hífandi roki og rigningu. Blessunarlega, fyrir strákana, þá voru bílstjórar helgarinnar konur J. Þegar leið á Borgarnes minnkaði hálkan en rokið jókst. Allir komust þó óskaddaðir í Kennaraháskólann rúmum 40 mínútum fyrir fyrsta leik. Fyrsti leikurinn var við KR og var það hörkuleikur og hefði sigurinn alveg eins getað dottið okkar meginn en hann tapaðist með 2 stigum 34-36. Strákarnir voru nokkuð ósáttir en voru fljótir að jafna sig og komu ferskir í næsta leik. Sá leikur var á móti Ármanni og sýndu strákarnir flotta spilamennsku og unnu 51-20. Það voru því glaðið strákar sem héldu á vit ævintýranna í höfuðborginni. Farangrinum komið fyrir í Ármannsheimilinu og síðan var brunað í Smáralindina þar sem beið okkar pizzahlaðborð á Pizza Hut mmmmmm. Í Smárabíó var horft á Svamp Sveinsson, agalega steikt mynd að mati okkar foreldranna en strákarnir skemmtu sér konunglega. Svakalega flott aðstaða í Ármannsheimilinu þar sem við gistum og var leikið sér og ærslast fram eftir kvöldi.

IMG_0932

IMG_0927

Fyrsti leikur á sunnudeginum var ekki fyrr en klukkan 11 og var því nægur tími fyrir strákana til að hita upp í fimleikasal Ármanns, helst hefðu þeir nú viljað vera þar lengur. Fyrsti leikurinn var á móti Fjölni og náðu strákarnir að landa sigri 42-32 með flottri baráttu. Þar sem strákarnir náðu ekki aukastigi í þessari keppni þá var á þessari stundu nokkuð öruggt að þeir næðu að halda sér uppi í riðlinum en þeir voru samt staðráðnir í því að vinna næsta leik til þess að vera alveg öruggir og þurfa ekki að treysta á önnur lið. Sá leikur var á móti Breiðablik og var það svakalegur spennuleikur, foreldrar í stúkunni æpandi en þó allt á góðum nótum. Leikurinn vannst með minnsta mun 54-53 og þvílík gleði í herbúðum okkar manna. Helgin endaði í Laugardalslaug og síðan var brunað heim í Hólminn. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og var gaman að vera með þeim. Ólafur Þórir stóð sig einnig vel á hliðarlínunni en hann var þjálfari í forföllum Jóns Þórs. Það er nú svolítið skondið að lið sem vinnur 3 leiki og tapar 1 skuli lenda í næst neðsta sæti þar sem það nær aldrei aukastigi vegna fjölda leikmanna. Liðið sem fór upp í A riðil vann 2 leiki og tapaði 2 en fékk alltaf aukastig.

Kveðja

Mæja og Gyða