Sárt tap! Allt getur þó gerst!

Sárt tap! Allt getur þó gerst!

Tindastóll skoruðu fyrstu stigin þegar þeir voru mættir á parketið í Stykkishólmi í leik í Dominosdeild karla. Snæfellingar voru ryðgaðir í fyrstu og gestirnir komust inní allar sendingar en jöfnuðu 8-8 engu að síður og Tindastóll áttu þá slakar sóknir um tíma. Þeir snéru því heldur betur við og komust í 8-15 fljótt og með hraðaupphlaupum en þetta ver leikur spretta í fyrsta hluta og Snæfell náði að saxa til baka 14-15 sem var staðan að honum loknum.

Snæfellingar settu upp góða varnarmúra í öðrum hluta, komust yfir 20-15 og norðanmenn voru að tapa boltanum nokkuð óþvingað en með þvingaðar sóknir og náðu ekki að skora hátt í fjórar mínútur. Snæfellingar voru hins vegar þrátt fyrir hægagang Tindastóls ekki að nýta sér það sem skildi þar sem Helgi Freyr og Svavar Atli jöfnuðu í 20-20. Eins og áður sagði leikur spretta og þá 5-6 stiga í senn og Snæfell komust þá í 26-20. Chris Woods var heitur hjá Snæfellingum kominn þarna með 14 stig en hjá gestunum voru Darrel Flake, Helgi Freyr og Darrel Lewis fremstir meðal sinna manna sem hafa verið sprækari. Staðan í hálfleik 36-33 fyrir Snæfell.

Chris Woods kominn með 16 stig og 5 fráköst og Sigurður Þorvaldsson 7 stig og 4 fráköst fyrir Snæfell en hjá Tindastólsmönnum voru þeir Darrel Flake, Lewis og Helgi Freyr komnir með 6 stig hver en Flake bætti við 4 fráköstum og Myron Dempsey fylgdi þeim fast með 5 stig.

Staðan var 43-36 fyrir Snæfelli eftir þrist frá Sigurði í upphafi seinni hálfleiks þegar klukkan í húsinu ákvað að taka sér smá kríu. Ekki varð löng bið og kerfið ræst upp á tveimur mínútum svo leikar gætu haldið áfram. Snæfellingar létu til sín taka og voru farnir að láta stoppin telja þegar þeir voru komnir í 47-36. Chris Woods hélt áfram að fara illa með Tindastól og rúllaði upp teignum og góðum áhlaupum hann var að fá góðar körfur plús víti, stelandi boltum og rauk upp í 22 stig snögglega. Drengurinn var þó orðinn full hress að hann fékk óþróttamannlega villu dæmda á sig eftir reynda blokkeringu á Myron, það mátti allavega reyna. Í staðin fyrir að komast nær 51-46 komust Snæfellingar með þristum frá Pálma og Austin í 57-44 en sá síðarnefndi komst ekki af neinu skapi inn í leikinn og var í strangri gæslu og Stefáns Karel var saknað en hann gat ekki beitt mikið á þeim tæpum 9 mínæutum sem hann spilaði. Tindastólsmenn tóku þá áhlaup og komust nær 59-58 og voru að pressa heimamenn vel út úr sínum leik sem beygðust eilítið fyrir vikið en sú var staðan fyrir lokafjórðunginn.

Ekki var mikið skorað um tíma en hart barist og staðan jöfn 66-66 og svo 73-73. Myron hafði verið að gera Snæfelli óleik, var hress og hafði sótt í sig veðrið. Staðan var 77-76 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Tindastóll komst yfir 77-78 og Snæfellingar áttu innkast þegar 19 sekúndur voru eftir, tóku það og töpuðu boltanum, Darrel Lewis fór á línuna og setti eitt niður 77-79 þegar 10 sekúndur voru eftir. Snæfell tók boltann inn og leituðu af skoti sem Óli Ragnar fékk en datt ekki og Ingvi Rafn fór á línuna 77-80.
Tindastólsmenn fóru þar með sigur af Hólmi eftir æsilegann fjórða hluta og voru gestirnir kröftugir að koma cher aftur inn í leikinn en að sama skapi Snæfellingar klaufar að missa niður góðann leik um tíma. Góðir en fáir áhorfendur sem mættu stóðu sig vel en afskaplega sorglegt að horfa uppá hve niðursveiflan á stuðningi í Stykkishólmi er og stefnir í hraðbyr út á haf. Leitt en satt. Það tekur þó ekki þá staðreynd af Hólmurum að róðurinn þyngist nokkuð eftir þetta tap og stórstreymi framundan.

Snæfell: Chris Woods 29/13 frák. Sigurður Þorvaldsson 13/6 frák. Pálmi Freyr 9/5 stoðs. Sveinn Arnar 8. Óli Ragnar 8. Austin Bracey 5/6 frák/5 stoðs. Snjólfur Björnsson 4/5 frák. Stefán Karel 1. Jón Páll 0. Sindri Davíðsson 0.

Tindastóll: Myron Dempsey 20/6 frák. Darrel Lewis 19/6 frák. Helgi Rafn 13/7 frák. Helgi Freyr 8. Darrel Flake 6/4 frák. Sigurður Páll 5. Svavar Atli 4. Ingvi Rafn 3/4 frák. Pétur Rúnar 2/6 frák/5 stoðs. Finnbogi 0. Hannes Ingi 0. Viðar 0.

Símon B Hjaltalín.