Góður sigur í kvöld

Góður sigur í kvöld

Snæfell tók á móti Valsstúlkum í Dominosdeild kvenna og hafði Snæfell sigrað í öllum þremur leikjum liðanna í vetur.

Leikurinn byrjaði jafn og voru liðin að skiptast á að skora og nokkuð jafbt á tölum þó Snæfell væru rétt skrefinu á undan. Heimastúlkur náðu að komast í 15-9 en Valur minnkaði í 2 stig 15-13. Vörn Snæfellinga fór þá að lokast eilítið betur en voru ansi gjafmildar í upphafi og þær komust í 23-15 en þurftu einnig að hafa fyrir sóknum sínum gegn gestunum af Hlíðarenda. Fyrsti fjórðungur endaði 25-21 fyrir Snæfell sem eins og áður sagði máttu hafa fyrir hlutunum og fínt framlag leikmanna beggja liða að skila góðum leik þó á engan sé hallað að minnst sé á Kristen McCarthy fremsta í flokki.

Taleya Mayberry jafnaði með körfu og víti 32-32 fyrir Val sem voru að hitta þolanlega og spila sæmilega vörn en liðin áttu það sammerkt að það var slagsíða á varnarleiknum. Snæfell tóku þá áhlaup og komust í 40-32 og virtust ætla að þétta sinn leik. Það gekk hins vegar ekki og Valur spilaði hratt á þær og jöfnuðuð 41-41 með enn einni „and1“ körfu af nokkrum og Taleya kom þeim svo yfir 43-44 í fyrsta skipti í leiknum þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 49-46 og allt var opið.

Stigahæstar hjá Snæfelli í hálfleik voru Kristen McCarthy með 21 og 7 fráköst og Gunnhildur Gunnardóttir með 8 stig. Í liði Vals voru Taleya Mayberry með 16 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir með 13 stig en þær tvær voru að hirða nokkuð af körfuog víti í kaupæti.

Staðan var 53-50 þegar Snæfell tóku smá sprett og spiluðu úr varnarleik Vals sem var spilaður framarlega og Taleya Mayberry átti ekki erindi ein í sóknarleiknum og Snæfell komust í 64-54 en Srar Diljá var að berjast vel fyrir Valsstúlkur. Kristen hins vegar splæsti í tvennuna 26 stig og 10 fráköst þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af þriðja hluta. Valsstúlkur urðu til baka og óákveðnar í sókn og vörn við mótlætið og staðan varð fljótt 75-57 sem var staðan fyrir lokafjórðunginn en Snæfell sigraði þann þriðja 26-11.

Liðin voru ekki að fara neinu óðslega í sóknum sínum þó hratt væri farið í leiknum og höfðu skorað 5-7 eftir fimm mínútna leik í fjórða hluta. Liðin virtust ekki ráða við þessi læti sem komu í klaufaskap og töpuðum boltum en Snæfell með yfirhöndina í leiknum 82-66. Ekki var hann fjörugur síðasti leikhluti og liðin kannski sátt við orðin hlut og sigurinn féll í Snæfells hlut 86-70.

Snæfell: Kristen McCarthy 35/17 frák. Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 frák. Berglind Gunnarsdóttir 12/6 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/7 frák/7 stoðs. Helga Hjördís 9/5 frák. Hugrún Eva 4/7 frák. María Björnsdóttir 2. Rósa Kristín 2. Rebekka Rán 0.

Valur: Taleya Mayberry 19/4 stoðs/4 stolnir. Kristrún Sigurjónsdóttir 16/4 frák. Guðbjörg Sverrisdóttir 9/5 stoðs. Sara Diljá 8/8 frák. Ragna Margrét 7/5 frák. Ragnheiður Benónísdóttir 6/6 frák. Sóllilja Bjarnadóttir 3. Regína Ösp 2. Bylgja Sif 0. Margrét Ósk 0.

Símon B Hjaltalín.