http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/ZP9A1840-683x1024.jpgPálmi Freyr hættir eftir glæsilegan feril!

Pálmi Freyr hættir eftir glæsilegan feril!

Það má með sanni segja að leikurinn í kvöld marki tímamót í sögu körfuboltans á Íslandi. Örvhenti, útsmogni og frábæri leikmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson eða Kaiserinn eins og við þekkjum hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Það er erfitt að sjá eftir svona mönnum sem leggja sig alla fram í öllu sem lagt er fyrir þá, Pálmi er einn af þessum leikmönnum sem mætti í allar fjáraflanir, allar æfingar til þess að standa sig vel sem og leiki. Hann er liðsmaður frá A-Ö. Við fengum Óskar Ófeig tölfræði snilling til að taka smá saman fyrir okkur um Pálma. Listinn er alls ekki tæmandi, hérna sjáum við hversu góðan feril hann hefur átt.

Pálmi spilaði sextánd tímabil í úrvalsdeild

Hefur spilað síðustu fjórtán tímabil eða allt frá 2001-02

Spilaði sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeild með Breiðabliki 1996-1997.

Fyrsti leikurinn á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni 4. otkóber 1996 (5 stig og 3 stoðsendingar á 17 mínútum).

Hefur spilað 331 leik í úrvalsdeild karla

Er í þúsund-þúsund-þúsund klúbbnum
3800 stig, 1152 fráköst og 1064 stig

Hefur spilað fyrir þrjú félög í úrvalsdeild

164 leikir og 1760 stig fyrir Snæfell
84 leikir og 1302 stig fyrir Breiðablik
83 leikir og 738 stig fyrir KR

Þrefaldur Íslandsmeistari
2007 með KR – 2009 með KR – 2010 með Snæfelli

Íslandsmeistari tvö ár í röð með tveimur félögum (2009 með KR og 2010 með Snæfelli)

Bikarmeistari með Snæfelli 2010

8 A-landsleikir og 42 stig

Pálmi er orðinn 4 leikjahæsti leikmaður Snæfell í úrvalsdeild.

Körfuboltinn er að segja bless við einn af dáðadrengjum boltans, allir muna eftir silkimjúkri vinstri höndinni hans Pálma þó ég tali nú ekki um laumurnar sem hann er meistari í.

Við í Snæfells-fjölskyldunni erum þakklát fyrir að hafa fengið að spila, æfa, hlusta á, hlægja með Pálma Frey. Hann er nú þegar kominn í Hall of Fame í klefanum!

Síðasta leikinn sinn spilaði hann með hjarta og sál eins og alla aðra leiki. Einu orði Frábær!

Takk fyrir góð ár Pálmi og megi restin verða enn skemmtilegri, gangi þér vel í öllu sem þú og fjölskyldan þín takið ykkur fyrir.