Enduðu tímabilið með góðum sigri!

Enduðu tímabilið með góðum sigri!

Þetta kvöldið var komið að því sem Hólmarar eru ekki vanir þetta snemma svona síðustu ár sem er síðasti leikur Snæfells í vetur í Dominosdeild karla en til þeirra mættu Grindavíkingar galvaskir. Síðasti leikur Pálma Freys fyrirliða Snæfell var í kvöld og var því tilvalið að smella á strákinn blómvendi og taka smá kveðjustund í hálfleik og var pilti vel fagnað.

Liðin aftur á móti byrjuðu hægt og rólega og voru tölurnar 2-0 fyrir heimamenn eftir tvær og hálfa mínútu. Leikar æstust þó og Grindavík settu sig í bílstjórasætið 4-8 en liðin hittu ekkert sérlega vel í upphafi sem rættist þó úr og staðan eftir fyrsta hluta 18-19 fyrir gestina.

Grindavík spilaði af krafti og voru að gera góða hluti en heimamenn voru ekki á þeim buxunum að leggjast niður að svo stöddu og voru Austin, Sigurður, og Snjólfur að setja niður stór stig og leiddu leikinn 37-28 eftir 9-0 kafla. Grindavík settu þá í jafngóðann gír með 9-0 kafla og jöfnuðu sterkt 37-37 en Snæfellingar fóru að kasta boltum frá cher óþvingað. Það virtist ekki bíta á þeim Breiðfirðingum en
Sigurður Þorvaldsson henti í þrjá þrista og kom Snæfelli meðal annara í 51-40 áður en flautað var til hálfleiks og þvílíkur sprettur sem þeir skelltu sér í.

Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson kominn með 15 stig og 4 fráköst og það allt í þristum en Chris Woods var ekki langt undan með 13 stig og 5 fráköst. Rodney Alexander var hins vegar sér á báti og drottnaði yfir skori Grindvíkinga með 21 stig og 9 fráköst og réðu Snæfellsmenn illa við hann en áttu þeim mun auðveldarar með aðra.

Snæfellingar byrjuðu strax að þruma á suðurnesjamenn og staðan strax 57-41 og þeir með tögl og haldir í leiknum. Grindavík rétti úr kút sínum 61-53 en áttu spöl í land engu að síður. Pálmi Freyr sýndi mikla baráttu og ætlaði sér ekki að kveðja af parektinu öðruvísi og dreif sinn mannskap áfram en Snæfellingar snéru leiknum sér í hag aftur og Grindavík áttu fá svör 74-57 en eitthvað leyndist í lok þriðja hluta þegar Snæfellingar fóru í ævintýrin sem skilaði gestunum 6-0 áhlaupi 74-63 fyrir lokafjórðunginn.

Grindvíkingar færðust nær 78-73 og heimamenn slökuðu á vörninni en Jón Axel var að skjóta sig í stuð, smellti þristum í hvívetna og var kominn með 20 stig. Jóhann Árni saxaði svo niður í eitt stig 83-81 þegar fjórar og hálf voru eftir og eftirgjöf heimamanna alveg ótrúleg. Maður stundarinnar Pálmi Freyr kom með tvo þrista og lagaði til á töflunni 89-83. Þegar mínúta var eftir hafði Daníel Guðni splæsti einu stigum sínum í leiknum í svellkaldann þrist 89-89 og allt á brautum. Rodney klikkaði á tveimur vítum í þessari stöðu sem var rándýrt og Grindavík náði frákastinu og Rodeny klikkaði aftur og nú á lay-up. Chris Woods náði þá boltanum og geystist upp völlinn á harðarstökki og lagði boltann ofaní þegar 2 sekúndur voru eftir. Grindavíkingar tóku innkast, boltinn fór á Daníel fyrir þrist sem geigaði og Snæfell endaði veturinn á mögnuðum baráttusigri 91-89 og tileinkað fyrirliðanum Pálma Frey sem kvaddi á frábærum leik.

Snæfell: Chris Woods 27/12 frák. Sigurður Þorvaldsson 17/10 frák. Pálmi Freyr 16/4 frák. Austin Bracey 11/4 stoðs. Stefán Karel 11/12 frák. Snjólfur Björnsson 7. Sveinn Arnar 2. Óli Ragnar 0/4 stoðs. Jón Páll 0. Sindri Davíðsson 0. Viktor Marinó 0.

Grindavík: Rodney Alexander 33/19 frák. Jón Axel 25/4 frák/6 stoðs/5 stolnir. Jóhann Árni 12/4 frák. Ómar Örn 10/10 frák. Daníel Guðni 3. Oddur Rúnar 3. Þorleifur Ólafsson 2. Þorsteinn Finnbogason 1. Nökkvi Harðarson 0. Björn Steinar 0. Hilmir Kristjánsson 0. Hinrik Guðbjartsson 0.

Ingi Þór þjálfari Snæfells hafði þetta að segja eftir leikinn.
„Sáttur með hvernig leikmenn svöruðu slæmum leik í Keflavík með þessum baráttusigri í kvöld. Það eru of margir leikir sem við höfum spilað svona í vetur án þess að fá stig út úr þeim og meðalið sem þessi sigur gefur okkur nýtum við í sumar.“

Símon B Hjaltalín

Fylgist með á morgun inn á síðunni, Pálmi Freyr fær þá góða umfjöllun.

Áfram Snæfell