http://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/11081721_10204131483547176_251278280_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/11081721_10204131483547176_251278280_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/11081721_10204131483547176_251278280_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2015/03/11081721_10204131483547176_251278280_n.jpgThe Kirsten McCarty show!

The Kirsten McCarty show!

Stelpurnar okkar voru í gífurlega miklu stuði í dag, þær sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu Keflavík mjög sannfærandi. Liðsheildin frábær í vörn sem sókn, þó svo að Kirsten hafi stolið senunni. Hún var frábær í leiknum.

Leikurinn byrjaði fjörlega, Snæfell þó ögn betri og virtist Kirsten McCarthy vera meira en tilbúin í þennan leik. Snæfellsstelpur voru að sækja að körfunni og splundra vörn keflavíkur með því að keyra inn miðjuna. Í stöðunni 17- 7 og fimm mínútur liðnar af leiknum voru það varnir og mistök sem voru sýnilegust, baráttan í fyrirrúmi. Mikil barátta og læti einkenndi 1. leikhluta. Dómarar leiksins héldu leiknum þó prúðmannlega spiluðum og leyfðu dass af hörku, enda alvöru leikur. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22 – 10 og Snæfell augljóslega sterkari aðilinn.

11072666_10204131483747181_1580296199_n

Bryndís opnar annan leikhluta með pund fyrir pund körfu. Kirsten svarar og ennþá halda lætin áfram, mikill hraði í leiknum. Bryndis funheit í upphafi, skorar sjö fyrstu stig keflavíkur. Þær ná hins vegar ekki að stoppa Snæfell í sínum sóknaraðgerðum, því helst munurinn í 10-13 stigum. Baldur tekur leikhlé fyrir Snæfell og fer yfir mikilvæga hluti eins og að kasta ekki boltanum frá sér og sækja að körfunni. Sigurður Ingimundar notaði leikhléið vel og setti sínar stelpur í einhvers konar svæðis pressu og leitast því eftir snöggum skotum frá Snæfell. Það er frost fyrir utan þriggja stiga línuna það fer ekkert niður (Snæfell með 0/11 í fyrri hálfleik). Baráttan heldur áfram og eru dómarar leiksins í stökustu vandræðum að fylgjast með öllum hrindingum og sláttum sem eiga sér stað. Þetta er svo sannarlega toppslagur leikmenn beggja liða eru að gera allt í sínu valdi til að vinna leikinn.

11081604_10204131483587177_1707113234_n

Staðan er 41 – 28 í hálfleik og er það smá syrpu Birnu Valgarðs að þakka að munurinn sé aðeins 13 stig í hálfleik. Kristen komin með 22/12/5, Gunnhildur 13 aðrar minna. Hjá kef er Bryndís með 7 í röð, Sara Hinriks 6 og Birna 5, Carmen hefur verið í góðri gæslu systranna Berglindar og Gunnhildar einungis með 4 stig en er þó komin með 7 fraköst og 4 stoðsendingar sem verður að teljast í lagi.

11082791_10204131483667179_25937078_n

Keflavík byrjar þriðja í svæði og með góðan kór á bakvið sig á bekknum. Gunnhildur opnar reikninginn með góðu gegnum broti. Carmen svarar með and-1. Svæðið er að virka hjá Keflavík af því leiti að Snæfell er með 0-14 í þriggja stiga nýtingu en sóknarfráköstin eru að telja drjúgt fyrir heimastúlkur. Mikil barátta var um miðbik þriðja en munurinn var kominn í 8 stig. Gunnhildur nennir ekki þessu bulli og neglir fyrsta þristinum fyrir Snæfell og kemur þeimaftur í 10+ stiga mun. Fólkið í stúkunni er vaknað, fámennt en góðmennt sagði einhver!!! Keflavík fór að gera sér erfitt fyrir með lélegum ákvörðunum og sendingum. Snæfell bætir í og kemst í 60-42 þegar 8 sek eru eftir af þriðja, Bríet Sif hendir í hlaupandi þrist þegar lokaflautið gellur. Þegar þrír leikhlutar eru búnir er því 15 stiga munur og Keflavík þarf aldeilis að hrökkva í gang ef ekki á illa að fara. Með 24 stiga sigri verða Snæfell deildarmeistarar og þær virðast vera að horfa á þau úrslit.

11077699_10204131483467174_629948055_n

Þegar fjórði byrjar er Carmen sest á bekkinn og safnar kröftum fyrir fyrir lokaátökin, hún veit það best sjálf að hún getur betur og mun án efa gera það. Á meðan hún situr þá bombar Gunnhildur öðrum þrist og kemur Snæfell í 18 stiga mun. Carmen tjekkar sig inn. Alda Leif dúndrar þrist líka munurinn kominn í 21 stig, Hólmarastelpurnar eru farnar að hitta fyrir utan þannig þær Keflavíksku eru fljótar að skipta yfir maður á mann vörn. Þegar 6:30 eru eftir af leiknum er Kirsten komin með Risastóra þrennu 28/20/10 og 6 stolna! Baldur hvetur stelpurnar sínar áfram, þær hlíða. Siggi situr og tekur silent treatment á þetta. Carmen er sest aftur en Kirsten er að sína pabba sínum og bróður, sem eru i stukunni hvernig á að spila.

Loka áhlaup Keflavíkur byrjaði með þrist frá Ingunni Emblu en það fjaraði fljótt út, Kirsten var bara ekki að fara að tapa þessum leik. Hún spilaði eins og engill fyrir Snæfell og sá til þess að Keflavík komst aldrei nálægt. Hildur stjórnaði sínu liði eins og fyrridaginn, fékk ekki hvíld enda í toppformi. Snæfellsliðið leit virkilega vel út í leiknum og eru greinilega til alls líklegar. Keflavík er án efa ekki búið að syngja sitt síðasta, þær hafa spilað miklu betur í vetur og fara örugglega brjálaðar heim eftir þennan leik.

Tölfræði leiksins – glæsileg þrenna hjá Kirsten McCarthy.

Umfjöllun – Gunnlaugur Smárason
Myndir – Sumarliði Ásgeirsson