Snæfellingar í úrvalsliði! Kirsten og Ingi Þór best!

Snæfellingar í úrvalsliði! Kirsten og Ingi Þór best!

Í hádeginu var síðari hluti Domino´s-deildar kvenna tímabilið 2014-2015 gerður upp þar sem Hólmarar voru fyrirferðamiklir. Kristen McCarthy var valin besti leikmaður seinni hlutans og Ingi Þór valinn besti þjálfarinn.

Úrvalslið seinni hluta Domino´s-deildar kvenna 2015:

Hildur Sigurðardóttir – Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell
Kristen McCarthy – Snæfell
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Valur

Besti leikmaðurinn: Kristen McCarthy – Snæfell
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Jóhanna Björk Sviensdóttir – Breiðablik
Besti dómarinn í Domino´s-deildum karla og kvenna á seinni hlutanum: Sigmundur Már Herbertsson

Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefst svo annað kvöld:

Það eru Snæfell og Grindavík sem mætast annarsvegar og hinsvegar Keflavík og Haukar. Snæfell og Keflavík hafa heimaleikjaréttinn í rimmunum en vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að komast í úrslit Íslandsmótsins.

8. apríl: Snæfell-Grindavík
8. apríl: Keflavík-Haukar