Vefur fyrir Snæfell

Þann 23.október 1938 var UMF.Snæfell stofnað, en þá sameinuðust Þórólfur Mostraskegg félag ungra manna og Perla ungmennafélag. Margt hefur breyst í starfsemi félagsins í áranna rás nú er t.d ekki lengur sungið, lesið ljóð, eða lesin saga því síður að það sé stiginn dans á aðalfundum félagsins, en það virðist hafa verið siður í all mörg ár.

Þann 23.október 1938 var UMF.Snæfell stofnað, en þá sameinuðust Þórólfur Mostraskegg félag ungra manna og Perla ungmennafélag. Margt hefur breyst í starfsemi félagsins í áranna rás nú er t.d ekki lengur sungið, lesið ljóð, eða lesin saga því síður að það sé stiginn dans á aðalfundum félagsins, en það virðist hafa verið siður í all mörg ár.

       Margt kemur í ljós þegar gluggað er í gamlar fundargerðir t.d var í lögum félagsins að beita sér fyrir heimilisiðnaði, verndun skógarleifa, skógrækt og þjóðlegum skemmtunum, vinna að því að skapa í hvívetna heilbrigðan hugsunarhátt meðal æskulýðsins í meðferð fjármuna sinna, verndun heilsunnar, og fegrun og hreinsun móðurmálsins. Enginn fékk inngöngu í félagið nema vera orðinn 14 ára. Senda þurfti formanni skriflega inntökubeiðni með árituðum meðmælum tveggja félagsmanna. Inntökugjald var 1 króna fyrir unglinga 14-18 ára og kvenfólk, en 2 krónur fyrir karlmenn eldri en 18 ára. Stofnfélagar voru 49 og fyrsti formaður var Daníel Ágústínusson.

       Samskiptamátinn hefur breyst mikið frá stofnun félagsins, áður fyrr var boðað til funda og allra viðburða með götuauglýsingum eða látið berast á milli fólks. Nú er öldin önnur nánast öll samskipti fara fram í gegnum síma eða í tölvupósti. Heimasíður gegna mikilvægu upplýsinga hlutverki til almennings. Má þar finna allar upplýsingar um t.d æfingatíma, þjálfara, stjórnir, úrslit móta og nánast allt sem okkur dettur í hug. Það eru því mikil gleðitíðindi að Snæfell sé að opna heimasíðu  sem allar deildir félagsins koma að og geta komið upplýsingum til iðkenda og félagsmanna allra. Eflaust hefur engum af stofnfélögum Snæfells dottið í hug að miðlun upplýsinga yrðu með þeim hætti sem nú er, en hvað um það svona er nútíminn.

Ágætu félagar til hamingju með heimasíðuna (Snaefell.is)

 

 

Hjörleifur k Hjörleifsson

Formaður UMF.Snæfells.