Leikurinn í kvöld: Snæfell – KR

Það má búast við rosalegum leik þegar toppliðin Snæfell og KR mætast í Fjárhúsinu í kvöld. Viðureignir þessara liðia hafa verið spennandi undanfarin ár og verður engin undantekning þar á í komandi átökum. Er því deginum ljósara að við þurfum húsfylli ef sigur á að nást í þessum leik.

Á leiknum verður kunngjört val á íþróttamanni HSH og er því enn meiri ástæða til að mæta og heiðra þann ágæta mann svo sómi sé af.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er betra að mæta tímanlega því þetta verður dýrari týpan.

ÁFRAM SNÆFELL