Æfingaleikur við Mostra

Ungliðar í mfl. Snæfells spiluðu við Mostra í gær…

Lið Snæfells var skipað þeim Árna, Bjarne, Svenna, Gunnlaugi, Gunnari Má, Guðna og fengu nýliðarnir að spreyta sig þeir Egill, Kristján Pétur og Andri. Leikurinn endaði 85 – 58 fyrir Snæfell. Þeir voru að spila mjög góðan leik á köflum og má segja að formið hafi verið aðeins betra hjá okkar mönnum. Þetta er mikilvægt fyrir strákana okkar og gefur þeim reynslu í leik þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur. Við viljum þakka Mostramönnum fyrir leikinn. Svo er það bara að skella sér í Grafarvoginn og sjá Snæfell spila á móti sínum gamla lærimeistara á fimmtudaginn kemur. Það verður án efa athyglisverður leikur. Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs. Áfram Snæfell!!!