Snæfell – Fjölnir á morgun

Strákarnir í Snæfell mæta Bárði Eyþórssyni og lærisveinum hans í Fjölni annað kvöld kl. 19.15 í Grafarvoginum. Þetta verður án nokkurs vafa hörku leikur sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Þessi sömu lið áttust við í byrjun móts og höfðu okkar menn þá betu 67-60. Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum síðan og þá sérstaklega á liði Fjölnis. Eins og áður sagði er Bárður okkar Eyþórsson tekinn við af Keith Wassel, sem þjálfari liðsins. Einnig hafa þeir Patrick Oliver og Marvin Valdimarsson farið frá liðinu. Þeirra í stað hafa komið Hörður A vilhjálmsson, Kareem Johnson.

Okkar menn eru búnir að vera á mikilli siglingu undan farna mánuði og svo virðist sem Fjölnismenn séu einnig að hrökkva í gang eftir góðan sigur á Grindavík í síðustu umferð.

Það verður mikið um dýrðir á leiknum, skotkeppni og læti þannig við kvetjum alla áhugmenn um íslenskan körfuknattleik til að mæta og skemmta sér á frábærum leik.