Fjölnir – Snæfell í kvöld

Snæfell heldur í Grafarvoginn í kvöld til að etja kappi við Bárð Eyþórsson og hans menn í Fjölni. Búast má við húsfylli þar sem fjölmennt lið Snæfellinga mun láta vel í sér heyra. Snaefell.is hafði samband við Bárð í gær og var hann spentur fyrir leiknum.

Snæfell heldur í Grafarvoginn í kvöld til að etja kappi við Bárð Eyþórsson og hans menn í Fjölni. Búast má við húsfylli þar sem fjölmennt lið Snæfellinga mun láta vel í sér heyra. Snaefell.is hafði samband við Bárð í gær og var hann spenntur fyrir leiknum. ,, Við erum allir að koma til og vorum að spila mjög vel gegn Grindavík í síðasta leik. Allt liðið er að bæta sig og útlitið er mjög bjart. Ég hlakka bara til að taka á móti strákunum“, sagði hinn brosmildi þjálfari Fjölnis.

Við hvetjum alla Snæfellinga til að fjölmenna í Grafarvoginn kl.19:15