Fótbolti- Knattspyrunudeildirnar í samstarf við ESSÓ

Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi gerði samstafssamning við Olíufélagið Essó í haust. Ákveðins misskilnings virðist gæta hér í Hólminum

og standa margir í þeirri meiningu að það hafi bara staðið til 1. des sl.

Hið rétta er að samningurinn gildir amk í 1 ár, þá verður henn endurskoðaður og í dag er ekkert sem bendir til annars en hann verði endurnýjaður.

 

Af því að það er ekki Essó bensínstöð hér í Hólminum þurfum við að fara á DEKK OG SMUR og sækja um Safnkort ef við höfum það ekki nú þegar. Þeir sem hafa safnkort nú þegar þurfa samt að fara og láta skrá krotið sitt og tengja það við samstarfið.

 

Þá fær fótboltasamstarfið 2 kr af hverjum lítra fyrsta árið ef safnkortið er nýstofnað en 1 kr af hverjum lítra eftir það og þegar gömul kort eru tengd samstarfinu gefa þau 1 kr á hvern lítra.

Þetta gildir á hvaða Essó bensínstöð sem er og hvar sem er á landinu.

Að auki veitir safnkortið 2 kr í afslátt af eldsneyti í formi safnkortspunkta og 3% afslátt af vörusölu, auk ýmissa annarra tilboða tengd safnkortinu. Sjá meira um safnkortið á www.safnkort.is

 

Það er því upplagt að drífa sig á  DEKK OG SMUR og versla svo við ESSÓ þegar við ferðumst um landið og styrkja um leið yngri flokka starfið í fótboltanum.

 

MA