Búið að draga í bikarkeppni yngri flokka

Dregið var í bikarkeppni yngri flokka í dag þar sem Snæfell á lið í 4. liða úrslitum 10. flokks kvenna. Stelpurnar fengu útileik á móti Haukum. Bikarleikirnir munu fara fram á bilinu 12. – 22. febrúar og verður greint frá nánari dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Nánar um bikardráttinn hér.