Snæfell bar sigurorð af Ármann/Þrótti

Snæfellsstúlkur sigruðu í kvöld lið Ármanns/Þróttar í 2. deild kvenna með 53 stigum gegn 51 stigi. Stigahæstar í liði Snæfells voru Unnur Lára með 16 stig, Helga Hjördís með 12, Erna Rut með 10 og Gunnhildur með 8. Leikurinn í kvöld var síðasti heimaleikur stelpnanna í vetur og var góð mæting hjá stuðningsmönnum á pallana. Næsti leikur og jafnframt sá síðasti í deildinni í vetur verður mánudaginn 16. apríl nk. á móti Fjölni í Grafarvogi. Snæfell situr því í 3. sæti 2. deildar kvenna og væntanlega getur lítið velt þeim úr því sæti. Þetta má heita frábær árangur hjá ungu liði Snæfells sem er nýliði í 2. deild kvenna.